Stundum gefa Kubuntu þróunaraðilarnir út nýja virkni eða öryggisuppfærslur fyrir forrit og pakka í Kubuntu kerfinu.
Þegar þessar uppfærslur eru tiltækar mun Kubuntu láta þig vita með rauðu varúðarmerki í kerfisbakkanum. Til þess að uppfæra kerfið, ýttu á rauða hnappinn, sláðu inn lykilorðið þitt og ýttu á
.Forritið Adept uppfærari birtir lista yfir tiltækar uppfærslur: til þess að sækja og setja upp þessar uppfærslur ýttu þá á . Kubuntu mun þá sækja og setja upp tiltækar uppfærslur af netinu.
Þegar Adept uppfærarinn hefur lokið við uppfærslu á kerfinu þínu, lokaðu þá sprettiglugganum með því að ýta á hnappinn.
Eftir uppfærslu á sumum mikilvægum uppfærslum getur það verið nauðsynlegt að endurræsa tölvuna þína. Ef svo er þá mun Kubuntu láta þig vita með sprettiglugga og teikni í kerfisbakkanum.